Falið vandamál

Manneklan í skólum er að mínu mati mjög falið vandamál og spurning hvort foreldrar geri sér grein fyrir vandanum.  Í vor var flótti ungra kennara úr stéttinni.  Einstæðir foreldrar og kennarar sem höfðu kennt í eitt til fimm ár tóku þá ákvörðun að þetta væri ekki það sem þeim hugnaðist sem ævistarf.  Ástæðan er launin. 

Skólastjórnendur hafa leyst þetta með ýmsum hætti s.s. að sameina bekki, setja sérkennara í bekkjarkennslu (sem þýðir að sérkennsla fellur niður á meðan), ráða leiðbeinendur og jafnvel eru erlendir kennarar komnir til starfa í skólana.


mbl.is Bekkir sameinaðir vegna manneklu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er svona merkilegt við kranabíla?

Mikið fer í taugarnar á mér þegar frétt fjallar um hvernig bílflak, eða eins og í þessu tilfelli hjólhýsi, er fjarlægt af slysstað.  Skiptir það virkilega máli hvort farartækið var sett á kerru, í  gám, á flutningabíl eða einhver tók það í tog?  Mér finnst það ekki frétt hvernig flak eða laskað farartæki er flutt af slysstað. 

Væri ekki nær að tala um hvernig fólkið var flutt heim til sín eða til aðhlynningar á sjúkrastofnun.  Ég man ekki að hafa lesið um að fólk hafi farið af slysstað í leigubíl, fengið far með kunningjum sínum, lögreglunni eða á puttanum!

En kranabíll -það er aðalatriðið!!!

 


mbl.is Hjólhýsi valt á Kjalarnesi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband